SÚFÍ og JB Iceland
Stjórn SÚFÍ og JB Iceland

SÚFÍ og JB Iceland er ungmennadeild CISV á Íslandi og heldur utan um starf á innlendum vettvangi fyrir þátttakendur CISV og aðra áhugasama.

Dagskrá og viðburðir 2014 - 2015

 Hér er hægt að nálgast samning SÚFÍ fyrir minicamp .   

 

 

 

 

 

 

 

Dagskrá SÚFÍ 2013

Dagana 31 janúar til 3 febrúar verður haldin alþjóðleg ungmenna helgi hér á Íslandi og búið er að opna fyrir umsóknir en öllum á aldrinum 15-25 ára er velkomið að taka þátt.

Þema helgarinnar verður mannréttindi og verður dögunum skipt í 4 'þræði' Hver þráður mun hafa eitt áhersluatriði, en þræðirnir skiptast svo:

1. Mannréttindi

2. Persónuleg þróun einstaklingsins

3. Samskipti á milli landa

4. Hópefli

Hingað til lands munu koma 4 einstaklingar sem hafa fengið mikla þjálfun hjá CISV og þeir munu sjá um dagskrána svo þetta er virkilega gott tækifæri til þess að kynnast því hvernig alþjóðlegt starf CISV gengur fyrir sig og einnig frábært tækifæri til þess að kynnast öðrum og skemmta sér í gegnum fræðslu.

Helgin gengur undir nafninu NICE weekend og er hluti af svokölluðum 'neighborhood weekends' en þessar helgar eru haldnar víðsvegar um heiminn á ári hverju og er innihaldsefni þessara helga oftast tengdur þema CISV á hverju ári, en þema ársins 2013 er einmitt mannréttindi.

Helgin er með síðu á Facebook og gengur undir nafninu NICE Weekend og þar er hægt að finna meiri upplýsingar um helgina.

Hér er hægt að finna umsóknareyðublað fyrir helgina:

https://docs.google.com/spreadsheet/viewform?formkey=dHFscFpSZmxxRElONXVuMnNQSlg2amc6MQ#gid=0

Umsóknarfrestur er til 1. desember

Tengiliður fyrir helgina er Oddrún Magnúsdóttir : oddrunmagnusdottir@gmail.com 

Athugið að þetta er vímuefna og áfengislaus helgi


Hafa samband Programs Sumarb��ir 2021 S � F �