Fjölskylduhelgar CISV 

 

Langar þig til að upplifa eitthvað einstakt, eitthvað sem gerist ekki á hverjum degi? eitthvað sem breytir lífi einstaklinga?, eitthvað sem gæti breytt þínu eigin lífi?
Þá hefur þú mögulega tækifæri til þess.

Sjálfboðaliða samtökin CISV Iceland (Children´s International Summer Villages) halda reglulega sumarbúðir á Íslandi fyrir 11ára krakka þar sem saman koma krakkar frá 10-12 missmunandi löndum. Í byrjun sumarbúðana fer hver hópur til Íslenskrar fjölskyldu og er þar frá föstudegi til sunnudags. Á meðan krakkarnir eru hjá fjölskyldunum eru fararstjórar og starfsfólk að undirbúa búðirnar fyrir komandi vikur, setja upp dagskrá og koma öllu í gang. Fjölskyldurnar koma svo með krakkana á sumarbúðasvæðið seinnipart sunnudags og hefst þær þá formlega.

Um miðjar búðir eru svo tímamót þar sem krakkarnir fá aftur að fara til íslenskra fjölskyldna en þetta skiptið fara þau tvö og tvö saman og þá frá sitt hvoru landinu.
Sama fyrirkomulag er á þessu þar sem krakkarnir eru sóttir í sumarbúðirnar seinni part föstudag og skilað aftur seinni part sunnudags. Þennan tíma nota fararstjórar og starfsfólk til að meta fyrstu tvær vikurnar og undirbúa næstu tvær vikur.

 

 

En hvað þurfa fjölskyldurnar að gera með hópnum sem þær taka að sér?

Ekki eru nein sérstök dagskrá sem þarf að vera og ráða fjölskyldurnar alveg hvað gert er. Fyrir þá sem vilja sýna hópnum eitthvað er hægt að vera túristi og flakka með hópinn eða þá taka þau með sér í sumarbústaðinn eða á fótboltaleik. Einnig er hægt að hitta aðra hópa og gera eitthvað saman.

Settar verða upp facebook hópar þar sem fjölskyldur geta náð sambandi við aðra hópa og skipulagt saman dagskrá sé áhugi fyrir því.

Þetta er sjálfboðaliðastarf sem er alfarið á kostnað þeirra fjölskyldu sem tekur þetta verkefni að sér en þarf ekki að kosta miklu til þegar kemur að afþreyingu fyrir hópinn.
Einstaklega gefandi og skemmtilegt verkefni sem skilur mikið eftir sig hjá þeirri fjölskyldu sem tekur á móti svona hóp ásamt því að gefa hópnum tækifæri á að kynnast íslenskri menningu en betur.

 

 

Sumarið 2016 

Svona ævintýra sumarbúðir verða hér á Íslandi í sumar og erum við að leita að fjölskyldum til að taka að sér 11àra krakka yfir helgi. Tvær helgar eru í boði: 24.-26.júní sem er í byrjun sumarbúðana og þá taka fjóra erlenda krakka að sér og svo hinsvera 8.-10.júlí sem er um miðjar sumarbúðir og þá taka tvo krakka frá sitt hvoru landinu.

Þetta er einstakt tækifæri til þess að leggja þessum frábæru samtökum lið, taka þátt í að móta framtíð þessara frábæru krakka og um leið upplifa eitthvað einstakt.

Ef þú hefur áhuga og tækifæri til þá er hægt að senda tölvupóst á cisv@cisv.is  og láta vita af áhuga :) 

 


Hafa samband Programs Sumarb��ir 2021 S � F �