Fréttir
Fréttabréf
Fréttabréf   Prenta 

Fréttabréf 2011: 

Hér er hægt að nálgast 2.tbl.2011 af fréttabréfi CISV á Íslandi.  

Hér er hægt að nálgast nýjasta fréttabréf CISV sem er gefið út núna í apríl 2011. 1.tbl. 2011 

Fréttabréf 2010: 
Hér er hægt að nálgast nýjasta fréttabréf CISV, 2. tbl Maí 2010.
Hér er áætlað að setja inn þau fréttabréf sem CISV gefur út. Fréttabréf hér.

Efni úr síðasta Fréttabréfi. 

Hér er frásögn frá Guðbjörgu Birtu Bernharðsdóttur um ferð hennar í unglingabúðir til Kólumbíu sumarið 2009.

Þetta voru alveg frábærar þrjár vikur í Kólumbíu og fólkið sem ég fór með átti auðvitað stóran hlut í því.
Þetta byrjaði þannig að við dvöldum í smátíma hjá æðislegri fjölskyldu sem sýndi okkur alla borgina. Svo fórum við í búðirnar sem voru í úthverfi Bogota og það var geggjað. Þar fórum við í allskonar activity sem voru t.d leikir sem voru geðveikt skemmtilegir en við áttum auðvitað sjálf að skipuleggja leikina. Okkur var skipt í planning – groups og þar ákváðum við hvað við ætluðum að hafa í activityinu. Það var svo auðvitað líka frjáls tími þar sem við gerðum bara það sem við vildum og við vorum auðvitað með cleaning – time og við fórum líka í ferðir út úr búðunum.
Þetta var allt mjög gaman en ef ég ætti að segja hvað stæði mest upp úr yrði það að vera þegar við fórum í ferðirnar út úr búðunum því það voru ekki venjulegir dagar. Einn dagur stóð allra mest upp úr en fararstjórarnir voru sem sagt búnir að segja okkur að við værum að fara í sund. Síðan gekk það á milli okkar krakkana að sundlaugin væri bara innilaug og að hún væri geðveikt skítug. Eftir svo langan akstur komum við að risastórum vatnsrennibrautagarði og það var geggjað.
Þetta voru frábærar búðir og fólkið var líka frábært í búðunum, eitt af bestu atvikum sem ég hef upplifað.

 


Hafa samband Programs Sumarb��ir 2021 S � F �