Fréttir
Fréttabréf
Fréttir   Prenta 

Sumar 2014

 

Kæru félagar,

nú er nýtt CISV ár að hefjast og úthlutun fyrir árið 2014 er komin í hús. Því miður fengum við hvorki unglingabúðir fyrir 14 ára unglinga í ár né JC pláss fyrir stelpur, en við erum á biðlista fyrir fleiri unglingabúðir og JC stelpur, við munum fá upplýsingar um aukaúthlutanir eftir 15 febrúar nk.

Það hafa verið gerðar tvær breytingar á þátttökuferlinu á milli ára, annars vegar er lögð aukinn áhersla á fjölskylduframlagið og hins vegar er breyting á bókun farseðla. Nú munu foreldrar sjá sjálfir um farmiðakaupin, það er þó nauðsynlegt að hópurinn taki sig saman og bóki alla á sama tíma sem hóp. Það er mikilvægt að farmiðar séu ekki bókaðir fyrr en fyrsti upplýsingabæklingurinn (PreCamp) er kominn út, hann á að vera kominn út í síðasta lagi 1 mars.

Breytingar á fjölskylduframlaginu felast í því að nú getið þið valið á umsókninni hvað það er sem þið hafið áhuga á að taka þátt í með okkur. Það þurfa allavega að vera 2 krossar á umsókninni og þegar fjölskyldan hefur skilað sinni vinnu af sér fær þátttakandinn kr. 25.000 afslátt af þátttökugjaldinu. Það verður farið nákvæmar yfir þetta á foreldrafundi sem haldinn verður í haust.

Þátttökugjaldið er sem hér segir:

Sumarbúðir fyrir 11 ára/Village 119.900

JC 119.900

Unglingabúðir/Step Up - 109.200

Seminar - 104.900

Youth Meeting/YM 8 dagar - 77.100

Youth Meeting/YM 15 dagar - 92.100

IPP 14 dagar - 78.700

IPP 19 dagar - 84.500

Unglingaskipti - 89.800

Annar kostnaður vegna búðanna er flugmiði fyrir barnið og 1/4 af flugmiða fararstjórans, læknisheimsókn, vasapeningur. Einnig þarf að hafa tryggingar á hreinu.

Þátttökugjaldið skiptist í þrjá hluta, en það er gjald til CISV á Íslandi sem er kr. 35.000, fjölskylduframlagsgjald kr. 25.000 og mismunurinn fer til alþjóðaskrifstofu CISV ásamt búðunum sem barnið fer í. Gjaldið þangað er mismunandi eftir fjölda í hópum og fjölda daga sem börnin eru úti.

Sumarbúðir fyrir 11 ára börn/Village

Brasilía - San Jose dos Campos - 04/07 - 31/07 - laust fyrir 2 stelpur, 2 stráka og fararstjóra

Brasilía - Sau Paulo - 26/12/14 - 22/01/15 - laust fyrir 2 stelpur, 2 stráka og fararstjóra

El Salvador - San Salvador - 27/06 - 24/7 - laust fyrir 2 stelpur, 2 stráka og fararstjóra

Frakkland - Provence - 11/7 - 7/8 - laust fyrir 2 stelpur, 2 stráka og fararstjóra

Bretland - Manchester - 25/7 - 21/8 - laust fyrir 2 stelpur, 2 stráka og fararstjóra

Korea - Seoul - 19/7 - 15/8 - laust fyrir 2 stelpur, 2 stráka og fararstjóra

Noregur - Oppland - 28/6 - 25/7 - laust fyrir 2 stelpur, 2 stráka og fararstjóra

Noregur - Oslo - 28/6 - 25/7 - laust fyrir 2 stelpur, 2 stráka og fararstjóra

USA - Cincinnati - 21/6 - 18/7 - laust fyrir 2 stelpur, 2 stráka og fararstjóra

JC 16-17 ára

Honduras - Honduras - 27/6 - 24/7 - laust fyrir 1 strák

Seminar 17-18 ára

Brasilía - Brasilia - 20/7 - 09/8 - laust fyrir 1 stelpu og 1 strák

Brasilia - Sao Paulo - 29/12 - 18/1/2015 - laust fyrir 1 stelpu og 1 strák

Frakkland - Strasbourg - 12/7 - 1/8 - laust fyrir 1 stelpu og 1 strák

Grikkland - Aþena - 12/7 - 1/8 - laust fyrir 1 strák

Indonesía - Cendrawasih - 29/6 - 19/7 - laust fyrir 1 stelpu og 1 strák

Unglingabúðir/Step Up

Þýskaland - Mainz/Wiesbaden - 1/8 23/8 - 15 ára, laust fyrir 2 stelpur, 2 stráka og fararstjóra

USA - Miamy County - 21/6 - 13/7 - 15 ára, laust fyrir 2 stelpur, 2 stráka og fararstjóra

Umsóknareyðublaðið má finna á heimasíðu félagsins, www.cisv.is - ef þið hafið einhverjar spurningar, endilega sendið fyrirspurn á cisv@cisv.is

Með góðri CISV kveðju,

stjórnin


Minicamp fyrir 9 - 13 ára; Helgina 10. - 12. febrúar 2012

Staðsetning: Skátaheimilið í Kópavogi, Digranesvegi 79. 

Mæting er kl 19:00 föstudaginn 10. febrúar og er gert ráð fyrir að allir séu búnir að borða kvöldmat áður en þeir mæta, boðið verður uppá kvöldhressingu síðar um kvöldið. Síðan er þetta búið kl 14:00 á sunnudeginum. Þetta eru tvær nætur og það er engin sundlaug nálgæt svo það verður ekki farið í sund (koma hrein og fín) 

Kostnaður er 5500 kr. á mann og hvetjum við alla til að taka með sér vini, eins marga og þau vilja (innifalið í verði er kostnaður fyrir gistingu og mat)  

Eftirfarandi hluti þarf að taka með sér:

  • dýnu
  • svefnpoka
  • kodda
  • náttföt
  • tannbursta og tannkrem
  • aukaföt (ef eitthvað kemur uppá)
  • hlý útiföt og vatnsheld
  • góðir skór til að vera í úti
  • góða skapið :) 

 

EKKI TAKA MEÐ SÉR: :) :)

  • GSM síma
  • Ipod
  • tölvu
  • önnur raftæki
Vinsamlegast ekki senda börn með nammi í búðirnar

 

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest :D Hvetjum alla sem eru að fara að taka þátt í búðum sumarið 2012 að mæta og kynnast CISV. 

Vinsamlegast sendið staðfestingu um þátttöku og fjölda ef bjóða á vinum með á Oddrúnu :) 

Sendið inn: Nafn þátttkenda, nafn og símanúmer foreldris/forráðamanns

Oddrún er tengiliður, tölvupóstur nrjiceland@gmail.com   

 

Peace one day!

Núna á miðvikudaginn 21. september er Peace One Day og hefur CISV verið að taka virkan þátt í því undanfarin ár með allskyns aðferðum. Í ár ætlum við á Íslandi að taka þátt og hittast í klukkutíma frá 18 - 19 og spila fótbolta eða dansa. Staðsetning verður í Vesturbæjarskóla. 
Maðurinn sem stofnaði Peace One Day heitir Jeremy Gilley og hér eru smá upplýsingar um samtökin:

 

In 1999, Jeremy Gilley founded Peace One Day, a non-profit organization, and in 2001 Peace one day´s efforts were rewarded when the member states of the United Nations unanimously adopted the first every day of global seasefire and non-violence on 21. september annually - Peace Day. Every year since, countries and individuals around the world have continued to acknowledge Peace Day. 

On Peace day 2011, Peace one day will take the campaign for peace a step futher with the launch of Global Truce. On this day, we will have one year to manifest enough action and awareness worldwide to cause the biggest reduction in violence in history - where not only govermental figures the world over but individuals too to acknowledge and international truce and ceasefire.

Hér er smá kynning á Peace one day:  http://www.youtube.com/watch?v=h6z_E3cen_I 

Í fyrra hélt CISV fóbolta út um allan heim og mörg lönd tóku þátt í því. Í ár viljum við vera með. Þetta er klukkutími af skemmtun með fólki á öllum aldri. Við verðum með myndavélar og setjum svo myndirnar á netið. Endilega komið og hafið gaman með okkur á þessum degi. Því fleiri því skemmtilegra. 
Friður í einn dag!
 
Kv SÚFÍ.  

Fréttir úr fréttabréfinu 2.tbl. Maí 2011.

 

 

 

 

 

Búðarnefndin hefur verið starfandi í allan vetur við undirbúning fyrir sumarbúðirnar í sumar. 

 

Unglingabúðirnar heita Action/reacton – me against the world.  Haldnir hafa verið fundir reglulega og á milli funda hefur nefndin unnið við að afla matar, föndurdóts og ýmislegt fleira sem þarf til að gera fyrir búðirnar.

 

Nú styttist óðum í búðirnar og búðarnefndin leitar núna til félagsmanna um aðsto

ð og stuðning. Ef þið sjáið ykkur fært að leggja eitthvað til búðanna þá er það vel þegið.

Það sem búðanefndin leggur áherslu á núna er meðal annars:

 

 

 

 

 

·       Dósamatur (meðlæti með mat s.s grænar baunir, gulrætur, maískorn), spaghetti, kartöflumús (2 kg dugar í eina máltíð), hveiti, sykur, haframjöl, krydd, lyftiduft, natron, matarolía til steikingar.

·       Morgunkorn ýmisskonar, súpuefni, hunang, grænmeti ofl. Ofl.

·       Ef einhver er með kjöt eða kjúklingasambönd og gæti útvegað þegar nær dregur, gefins eða mjög ódýrt.

·       Allskonar föndurefni s.s lím (fljótandi og límstift), reipi, band, blöðrur, þvottaklemmur, pípuhreinsara, kerti, pennar, perlur, lego, trélitir (eigum við ekki öll stubba á þvælingi??), korktappa ofl

Þetta er svona smá upptalning á því sem við erum að einbetia okkur að þessa dagana. Ef þið hafið einhver sambönd, þó matvara sé ekki talin upp hér að framan eða dettur eitthvað í hug sem gæti hentað og er ekki á lista endilega látið okkur vita.

Gífurleg vinna liggur í að halda svona unglingabúðir fyrir búðanefndina sem starfar að sjálfsögðu í sjálfboðavinnu (og þá eru ótaldar aðrar nefndir sem eru starfsandi fyrir búðirnar) og værum við mjög þakklát fyrir þann stuðning og þá hjálp sem þið félagsmenn getið veitt okkur í gjafaformi.

Þeir sem sjá sér fært að aðstoða búðanefndina við eitthvað tengt búðunum í sumar hafið samband á adstod@cisv.is  

 

 

Unglingamini camp maí 2011 

27. maí - 29.maí 2011

Nú styttist í mini camp CISV fyrir 14 ára og eldri.
Staðsetning: Skíðaskáli ÍR / Víkings í Bláfjöllum, suðursvæði
Mæting er kl. 19:00 á föstudeginum 27.maí og er gert ráð fyrir að allir séu búnir að borða kvöldmat áður en þeir mæta, boðið verður uppá kvöldhressingu síðar um kvöldið. Síðan er þetta búið kl. 15:00 á sunnudeginum 29.maí.  Þetta eru tvær nætur og það er engin sundlaug nálægt svo það verður ekki farið í sund (koma hrein og fín).


Kostnaður er 5000 kr á mann og hvetjum við alla til að taka með sér vini, eins marga og þau vilja. (Innifalið í verði er kostnaður fyrir gistingu og mat)


Eftirfarandi hluti þarf að taka með sér:

  • dýnu
  • svefnpoka
  • kodda
  • náttföt
  • tannbursta og tannkrem
  • aukaföt (ef eitthvað kemur uppá)
  • útiföt
  • góða skapið :)

EKKI TAKA MEÐ SÉR: :) :)
  • GSM síma
  • Ipod
  • tölvu
  • önnur raftæki

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest :D

Skráning hjá Evu Jóa á evsipevsi@gmail.com , sími 664 4664

 

CISV-dagurinn 21. maí 2011

CISV dagurinn verður haldinn 21. maí næstkomandi frá kl. 11:00 – 13:00 í Molanum, ungmennahúsi Kópavogs, Hábraut 2. Molinn er beint á móti Salnum og Gerðasafni. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag verða sendar út á póstlista félagsins þegar nær dregur. Stjórn CISV hvetur því félagsmenn til að skrá sig á póstlistann á www.cisv.is til til að fylgjast með.

Þarna verður meðal annars hægt að sjá hluta af því sem CISV shop býður uppá af CISV vörum (sjá nánar á: http://www.facebook.com/CISVshop.Iceland)  og unglingadeildin SÚFÍ verður með leiki fyrir börn og fullorðna. Stjórn félagsins verður á staðnum til að svara spurningum og spjalla við þá hópa sem eru að fara út í sumar.

Tilvalið tækifæri til þess að hittast og hitta aðra hópa og ræða um það sem er framundan!

Sjáumst hress og kát í CISV sumarskapi! Allir velkomnir 

Útvarpsþáttur um CISV á skírdag 2011 Hér

Viðtal við Yrsu Björt

Hér er hægt að hlusta á viðtal við Yrsu Björt um sumarbúðirnar sem hún fór í í sumar á vegum CISV. Skemmtilegt viðtal. Takk Yrsa fyrir skemmtilega frásögn. Viðtal

20.september 2010

Mini camp fyrir 13 ára og yngri. 

Tveir dansar voru kenndir á laugardagskvöldinu við frábærar undirtektir og munu þeir koma á Youtube fljótlega, látum vita hér þegar það gerist. Einnig er verið að útbúa myndasíðu og látum við hlekk á þær hér inn þegar það er tilbúið. Hlökkum til að sjá ykkur í næsta mini camp. Takk fyrir frábæra helgi. 

Hér eru hægt að sjá myndböndin sem voru tekin í útilegunni.  http://www.youtube.com/watch?v=ToXYrN1Qh_U  og http://www.youtube.com/watch?v=KRrsex5GhRc

 

1.september 2010

Sumarið 2011

Nú höfum við fengið upplýsingar um hvert skal haldið sumarið 2011 og höfum við opnað fyrir skráningar. Fyrstu kemur fyrstur fær og síðan er hægt að fara á biðlista.
Kynningarfundur á starfsemi félagsins verður auglýstur og haldin fljótlega núna í september. Endilega látið auglýsinguna berast til allra sem gætu verið áhugasamir og eiga börn 11 ára+

Endilega sendið allar fyrirspurnir/umsóknir hingað - http://cisv.is/index.php?option=com_contact&Itemid=3

Hér er hægt að nálgast umsóknareyðublað - umsóknareyðublöð

Sjá uppfærslu á upplýsingum um hvað er laust hér :

Unglingabúðir
Rocky Mtn Denver - USA - 24 júní til 16 júlí - aldur ekki vitað
Reykjavík - Ísland - 1 júlí til 23 júlí - 14 ára

Seminar (17 -18 ára)
New York - USA - 8 - 28 júlí - bæði kyn

11 ára búðir
Bogota - Kólombía - 27 júní til 24 júlí
Porvoo - Finnland - 1 júlí til 28 júlí
Hamburg - Þýskaland - 22 júlí til 18 ágúst
Telemark - Noregur - 1 júlí til 28 júlí
Stockholm - Svíþjóð - 1 júlí til 28 júlí

JC (16-17 ára)
Sao Paulo - Brasilía - 1 júlí til 28 júlí (strákur)
Galicia - Spánn - 1 júlí til 28 júlí (stelpa)

Youth Meeting (12-13 ára)
Guatemala CIty - Guatemala - 21 júní til 5 júlí (3 stelpur og 3 strákar)

Unglingaskipti (12-13 ára)
Portúgal (5 stelpur og 5 strákar)
Dallas, USA (3 stelpur og 3 strákar)

Pay it forward  8.agúst 2010

Nú hafa allir þátttakendur í sumarbúðunum okkar í Borgarnesi skilað sér til sín heima. Allir fara heim með ómetanlega reynslu og er það okkar frábæra starfsfólki Adda, Helenu, Evu og Helen að þakka og að sjálfsögðu frábærum fararstjórum sem komu hingað með hópana sína. 

CISV á Íslandi vill einnig þakka öllum þeim sjálfboðaliðum sem tóku þátt í starfi okkar þetta sumar og er framlag þeirra ómetanlegt fyrir félagið okkar. 

Nú horfum við fram á nýtt ár með nýjum tækifærum og munu upplýsingar um það koma síðar á árinu :) 

Hlökkum til að starfa með ykkur áfram um ókomin ár.

 

Pay it forward! 24.júní 2010

Þá er komið að því. Sumarbúðirnar okkar byrja formlega á morgun, föstudaginn 25.júní, þegar fararstjórar og jc hitta starfsfólkið okkar uppí Borgarnesi. Þessi helgi verður notuð til þess að skipuleggja næstu daga í búðunum og fyrir fararstjóra að kynnast, en samskipti hafa átt sér stað í gegnum netið undanfarnar vikur og mánuði. 

Síðan á sunnudaginn munu 48 krakkar allstaðar að úr heiminum mæta uppí Borgarnes og upplifa einstakt ævintýri sem CISV sumarbúðir eru. Nánari fréttir úr búðunum er hægt að sjá á eftirfarandi síðu: Pay it forward

Fjölskyldur - Heimagisting

Okkur vantar ennþá nokkrar fjölskyldur til að taka börn helgina 9. - 11.júlí. Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt í þessu spennandi verkefni endilega hafið samband við okkur á cisv@cisv.is.

Einnig vantar okkur nokkra sjálfboðaliða til að aðstoða okkur við að taka niður búðirnar þann 22.júlí.

(sett inn 17.júní 2010)

Starfsfólk í eldhúsi - Fararstjóri - Heimagisting

Nú leitum við að fólki til að taka þátt í okkar frábæra sjálfboðaliðastarfi. Ef þú hefur áhuga á að aðstoða í eldhúsi í skemmtilegum sumarbúðum þá skaltu endilega hafa samband við okkur. Ef þú hefur tök á því að gefa okkur eina viku af þínum tíma þá þiggjum við það. 

Ef þú ert 21 árs eða eldri þá vantar okku einnig fararstjóra til að fara með einn hóp í alþjóðlegu sumarbúðirnar sem verða haldnar í Borgarnesi í sumar frá 25.júní - 22.júlí. Ef þú hefur áhuga sendu okkur þá póst. 

Síðast en ekki síst þá leitum við að fjölskyldum til að vera gestgjafar við þá erlendu gesti sem við fáum til okkar í sumarbúðirnar. Við leitum að fjölskyldum sem eru tilbúin að taka til sín 2 börn helgina 9. - 11. júlí og leyfa þeim að upplifa íslenskt sumar með íslenskri fjölskyldu. (Sett inn 7.júní 2010.)

 

Nýtt fréttabréf CISV.

Nýtt fréttabréf CISV var borið í hús í dag, það kom í ljós því miður smá innsláttarvilla í bréfinu en símanúmerið sem er gefið upp er rangt. Rétt númer er 899 4567!! 

Ennþá er laust í seminar og fyrir jc á Íslandi. Einnig ef einhver er 21.árs eða eldri þá vantar ennþá fararstjóra fyrir sumarbúðirnar á Íslandi. 

 

Laus pláss!

Ert þú 21 árs eða eldri?

 

Viltu taka þátt í ævintýralegu verkefni í sumar?

 

Hefur þú gaman af því að vinna með börnum og unglingum?

 

 

CISV á Íslandi (Alþjóðlegar sumarbúðir barna) leitar að sjálfboðaliðum til að taka þátt í því frábæra starfi sem fer fram í sumar.

Við erum að senda börn/unglinga í alþjóðlegar sumarbúðir og tökum þátt í unglingaskiptum. Nú leitum við að einstaklingum sem eru 21 árs eða eldri til að fara með þessum hópum í búðir.  Ennþá eru nokkur pláss laus. Þessar búðir eru bæði hérlendis og erlendis.

 

Fararstjórar bera engann kostnað við ferð í sumarbúðir.

 

Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við:

 

Arnór Fannar  sími: 822 3360 eða í tölvupóst   addivdo@hotmail.com

Einnig var að losna fyrir 16 - 17 ára stelpu sem JC í Pay it forward búðirnar á Íslandi.

Það var að losna fyrir 17- 18 ára stelpu til Kanada 9. - 29.júlí í seminarbúðir! nánari upplýsingar á cisv@cisv.is 

 

Laus pláss!

Það var að losna fyrir 15 ára strák til USA í sumar. Einnig er laust fyrir 16 - 17 ára strák í sumarbúðir á Íslandi og fyrir fararstjóra til Íslands og Þýskalands í unglingabúðir. 

Söfnunarreikningur CISV - Sumarbúðir í Borgarnesi

Það hafa komið töluvert af fyrirspurnum hvort það sé hægt að leggja inná e-n söfnunarreikning í stað þess að leggja til matvæli, það er að sjálfsögðu hægt og er reikn.nr. 1101 - 26 - 2064 kt. 500588-1019.  

Kveðja CISV á Íslandi

 

Margmenni á Páskabingó!

Í kringum 50 manns tóku þátt í Páskabingói CISV þann 27.mars.

Mikil stemming var í Bingóinu sem haldið var 27.mars 2010. Vinningar runnu út eins og heitar lummur og má þar nefna páskaegg af öllum stærðum, bolir, lyklakippur, gjafabréf í tjöruhreinsun, gjafakarfa frá Olís, handklæði og hárklæði frá Ás vinnustofu, tveir fyrir einn í Golder circle frá Evu og gjafabréf í magadans í boði Margrétar Erlu Maack.

Vegna smá tækilegra örugleika þá er ekki hægt að setja inn myndir í augnablikinu en vonandi getum við sýnt myndir fljótlega. 

 

Páskabingó!!

Næstkomandi laugardag, 27.mars kl 11:00 - 13:00, ætlar CISV að halda fjölskyldubingó til styrktar sumarbúðunum sem verða haldnar í Borgarnesi í sumar. 

Búðirnar heita Pay it forward village og mun þemað snúast í kringum það að hjálpa öðrum. 

Hvert spjal mun kosta 500 kr. og verða veglegir vinningar í boði. 

Mæting er í Brautarholt 6, 4.hæð, 105 Reykjavík

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest! 

 

Aðalfundur CISV á Íslandi verður haldinn miðvikudaginn 21. október að Leikskólanum Ásum, Bergási 1, Garðabæ.

Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf 


Hafa samband Programs Sumarb��ir 2021 S � F �