Aldur: 12 -15 ára

Lýsing: Unglingaskipti eru ætluð unglingum á aldrinum 12-15 ára. Þau eru frábrugðin öðru starfi CISV þar sem fjölskyldurnar taka virkan þátt. Unglingaskipti eru fjórar vikur og skiptast í tvo hluta, heiman og heima. Hópurinn, sem samanstendur af 6 - 10 unglingum og 1 - 2 fararstjórum, fær jafnaldra af sama kyni inn á heimili sitt í tvær vikur og fara svo erlendis og búa á heimili félaga síns í aðrar tvær. Á meðan á unglingaskiptunum stendur sjá fararstjórar um dagskrá í samvinnu við fjölskyldurnar. Farið er í leiki, sund, útilegu, skoðunarferðir eða annað sem áhugavert og gaman er að gera. Eina helgi eiga unglingarnir með vinum sínum og fjölskyldu þeirra og er fjölskyldum í sjálfsvald sett hvernig þeim tíma er varið. Með þessu móti gefst unglingunum einstakt tækifæri til að kynnast heimilislífi í öðrum löndum, menningu og siðum. Í gegnum unglingaskipti CISV hafa myndast vinabönd milli fjölskyldna þvert yfir heiminn.

Kostnaður: Fargjald barns, hlutur í fargjaldi fararstjóra, gjald til CISV og kostnaður við undirbúning

 


Hafa samband Programs Sumarb��ir 2021 S � F �